• þri. 20. mar. 2012
  • Landslið

U17 karla - Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum í kvöld

Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011
2011-U17-karla-gegn-Grikklandi-EM-i-oktober

Strákarnir í U17 eru nú í Skotlandi þar sem þeir leika í milliriðli EM U17 karla.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Dönum í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma.  Á sama tíma leika hinar þjóðirnar í riðlinum, Skotar og Litháar.

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld og er það þannig skipað:
Markmaður: Fannar Hafsteinsson.
Varnarmenn: Adam Örn Arnarson, Orri Sigurður Ómarsson, Hjörtur Hermannsson (F) og Ósvald Jarl Traustason.
Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson, Emil Ásmundsson, Daði Bergsson, Stefán Þór Pálsson og Páll Olgeir Þorsteinsson.
Framherji: Kristján Flóki Finnbogason.

Ísland leikur svo gegn Skotum á fimmtudaginn og lokaleikurinn er gegn Litháum á sunnudaginn.  Efsta þjóðin í riðlinum tryggir sér svo sæti í úrslitakeppni U17 karla sem að þessu sinni verður leikin í Slóveníu 4. - 16. maí.

Vakin er athygli á því að hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Riðillinn

Frétt á uefa.com