Fræðslufundur um dómgæslu á Reyðarfirði
Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, dæmir leik Hattar og Fjölnis þann 17. mars n.k. kl. 14:00 í Fjarðarbyggðarhöllinni. Í tengslum við leikinn verður fræðslufundur í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.
Hér er kjörið tækifæri fyrir dómara og áhugamenn um dómgæslu að auka við þekkingu sína.
Dagskrá
- 12:00-13:30 Fræðslufundur í barnaskólanum á Reyðarfirði.
- 14:00-15:45 Horft á leik Hattar og Fjölnis. Leiðbeinandi greinir leikinn meðan á honum stendur.
- 16:00-17:00 Leikurinn gerður upp. Kristinn situr fyrir svörum.
- 17:00 Dagskrárlok.
Allir starfandi dómarar og áhugamenn um dómgæslu eru hvattir til þess að mæta.
Skráning er hafin á magnus@ksi.is