U19 kvenna - Leikið við England í dag á La Manga
Stelpurnar í U19 leika í dag síðasta leik sinn af þremur á La Manga en leikið verður við England í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
Byrjunarlið:
Markvörður: Þórdís María Aikman
Hægri bakvörður: Fjolla Shala
Vinstri bakvörður: Sandra María Jessen
Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Telma Ólafsdóttir
Tengiliðir: Lára Kristín Pedersen og Írunn Þorbjörg Aradóttir
Hægri kantur: Ásta Eir Árnadóttir
Vinstri kantur: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Sóknartengiliður: Elín Metta Jensen
Framherji: Telma Þrastardóttir