• mið. 07. mar. 2012
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 18 sæti

Íslenska karlalandsliðið fellur um 18 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Liðið er nú í 121. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar í því öðru en þeir síðarnefndu velta Þjóðverjum niður í þriðja sætið.

Nýr listi telur til þá vináttulandsleiki sem Ísland lék nú síðast, gegn Japönum og Svartfellingum en báðir töpuðust þeir á útivelli.

Af andstæðingum Íslands í undankeppni HM eru Sviss er í 18. sæti, Noregur í 24. sæti og Slóvenar í 28. sæti.  Albanía er í 80. sæti og Kýpur í 129. sæti.

Styrkleikalisti FIFA