• þri. 28. feb. 2012
  • Landslið

U21 karla - Vel fer um hópinn í Bakú

Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011
2011-U21-karla-Byrjunarlidid-gegn-Belgiu

Strákarnir í U21 karla eru staddir í Bakú í Aserbaídsjan þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM á morgun.  Liðið æfði tvisvar í gær og einu sinni í dag og hafa tvær æfinganna farið fram á keppnisvellinum sjálfum.  Aðstæður eru góðar á leikstað og fer vel um hópinn í Bakú.  Hitastigið er á íslenskum nótum, 5 - 7 stiga hiti.

Breytingar urðu á hópnum á síðustu stundu en Atli Sigurjónsson úr KR er kominn inn í hópinn.  Tveir leikmenn þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðarson og Kristinn Steindórsson.

Leikurinn á morgun hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma en fylgst verður með gangi mála á Facebooksíðu KSÍ.