• mán. 27. feb. 2012
  • Landslið

Frá blaðamannafundi í Podgorica

Lars Lagerbäck
057

Á blaðamannafundi í Podgorica í Svartfjallalandi í dag, var Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, spurður um væntingar til leiksins. Spurningunni fylgdi að á blaðamannafundi fyrr um daginn hefði þjálfari Svartfellinga sagst fyrst og fremst vilja vinna sigur í leiknum þar sem þlið hans hefði ekki unnið leik í heilt ár. „Ég vonast auðvitað til þess líka að vinna leikinn" svaraði Lars. „Þó svo menn noti vináttulandsleikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki, því það skiptir máli að skapa og viðhalda hugarfari sigurvegara."

Spurður hvort það væri ekki slæmt að geta ekki valið Eið Smára Guðjohnsen og Kolbein Sigþórsson, sagði Lars: „Svona er þetta bara í fótbolta, stundum meiðast menn og þá verður bara að velja einhverja aðra, maður kemur í manns stað í þessu, liðsheildin er alltaf mikilvægust."