Tækifæri fyrir leikmenn að sýna hvað þeir geta
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, ræddi við japanska fjölmiðla eftir æfingu landsliðsins á keppnisvellinum í Osaka nú undir kvöld (tímamismunurinn milli Íslands og Japans er 9 klst).
Gunnar Heiðar sagði að með nýjum þjálfara kæmu nýjar áherslur og að allir leikmenn ættu jafna möguleika, að menn ætluðu svo sannarlega að sýna sig og sanna fyrir nýja þjálfaranum í leiknum við Japan á föstudag, og að allir væru staðráðnir í að gera sitt allra besta.