• þri. 21. feb. 2012
  • Fræðsla

Aðalfundur og ráðstefna SÍGÍ 24. og 25. febrúar

Merki-SIGI
Merki-SIGI

Aðalfundur SÍGÍ (Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi) fer fram föstudaginn 24. febrúar á Laugardalsvelli og í framhaldi af honum fer fram ráðstefna samtakanna þar sem margir forvitnilegir fyrirlestrar eru á dagskrá.

Þeir erlendu fyrirlesarar sem koma fram eru með þeim fremstu í heiminum á sínu sviði. Þar verður Chris Hague vallarstjóri á Parken í Kaupmannahöfn ásamt  Murray Long sem er vallarstjóri á Sunningdale, sem er einn af bestu golfvöllum Evrópu.  Henry Bechelet og Dr. Stephen Baker eru af mörgum taldir meðal fremstu vísindamanna heims á sínum sviðum.  Þetta er því frábært tækifæri til þess að hlusta á þessa miklu snillinga og læra af þeim.

Skráning á ráðstefnu fer fram á johann@ksi.is og henni lýkur næstkomandi þriðjudag 21. febrúar. 

Þátttaka á ráðstefnuna er ókeypis

Dagskrá aðalfundar og ráðstefnu SÍGÍ