Fundað með dómarastjórum félaganna
Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu dögum funda sérstaklega með dómarastjórum félaganna og má sjá þá fundi sem ákveðnir hafa verið, hér að neðan.
Fundur með dómarastjórum félaganna verður á eftirfarandi stöðum:
Á Suðvesturhorninu mánudaginn 20. febrúar kl. 17:00 í Höfuðstöðvum KSÍ.
Á Akureyri þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17:00 í Hamri
Á Austurlandi laugardaginn 25. febrúar kl. 15:30 í Verkmenntaskólanum á Austurlandi.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Niðurhal á efni. Þeir sem vilja hlaða niður nýjustu kennsludiskunum frá UEFA geta mætt hálftíma fyrir auglýstan tíma með tölvurnar sínar.
- Kynning á verðlaunum til þeirra félaga sem eru að sinna dómaramálum vel.
- Þau félög sem gera tilkall til verðlaunanna verða að senda fulltrúa á fund.
- Staða dómaramála á Íslandi í dag og hlutverk dómarastjórans.
- Umræður.
Reiknað er með að fundurinn standi í eina og hálfa klukkustund.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku á netfangið magnus@ksi.is