• mán. 13. feb. 2012
  • Ársþing

Katrín Jónsdóttir fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ

Katrin-Jonsdottir-jafnrettisvidurkenning
Katrin-Jonsdottir-jafnrettisvidurkenning

 

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á ársþingi KSÍ um helgina.  Í þetta sinn var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, heiðruð.

Katrín Jónsdóttir rauf 100 landsleikjamúrinn fyrst allra íslenskra kvenna.  Hún hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil og leitt það til glæsilegs árangurs. 

Katrín er sannur leiðtogi innan vallar sem utan og afar mikilvæg fyrirmynd fyrir íslenska æsku, ekki síst ungar stúlkur sem dreymir um að vera í hennar sporum þegar fram líða stundir. 

Á því leikur ekki nokkur vafi að árangur hennar og framganga á knattspyrnuvellinum á ríkan þátt í því að hvetja stúlkur til að hefja knattspyrnuiðkun og halda henni áfram á fullorðinsárum.