• lau. 11. feb. 2012
  • Ársþing

Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar

Frá ársþingi KSÍ 2012
JGK_2821

 

Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík  fengu Dragostytturnar á 66. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel.  Þá fengu Reynir Sandgerði og KFG viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.  Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2. og 3. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum.

Frá ársþingi KSÍ 2012