• lau. 11. feb. 2012
  • Ársþing

66. ársþingi KSÍ lokið

Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012
Stjorn-KSI-arsthing-2012

Nú er lokið 66. ársþingi KSÍ sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag.  Þinginu lauk um kl 16:00.  Fréttir um afgreiðslu tillagna og aðrar fréttir frá þinginu má sjá hér.  Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ en sjö voru í framboði.

Þau fjögur sem flest atkvæð fengu:

  • Ragnhildur Skúladóttir  101 atkvæði
  • Gísli Gíslason  99 atkvæði
  • Lúðvík S. Georgsson  91 atkvæði
  • Rúnar Arnarson  74 atkvæði

Auk fyrrgreindra fjögurra aðila sitja í aðalstjórn:

  • Guðrún Inga Sívertsen
  • Vignir Már Þormóðsson
  • Gylfi Þór Orrason
  • Róbert Agnarsson

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var kjörinn til tveggja ára á síðasta ársþingi og var því ekki formannskosning nú.

Hægt er að sjá myndir frá ársþinginu, sem og aðrar myndir úr starfi KSÍ, hér

Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012