66. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna
Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir nokkrar tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.
Allar fréttir frá ársþinginu má svo finna hér.
Tillögur á 66. ársþingi:
7. Lagabreytingartillaga - Fjölgun deilda - Samþykkt
8. Ályktunartillaga - Fjöldi spjalda og viðurlög - Ekki afgreidd
9. Ályktunartillaga - Aðskilnaður spjalda á Íslandsmóti og bikarkeppni - Ekki afgreidd
Breytingartilaga vegna tillaga 8 og 9 - Samþykkt
Helstu atriði breytingartillögu
Viðurlög vegna fjölda áminninga á sama keppnistímabili:
4 áminningar - bann í 1 leik
7 áminningar - bann i 1 leik
10 áminningar - bann i 1 leik
Þriðja hver áminning eftir það - bann í 1 leik
Ekki er gerður greinarmunur á agaviðurlögum í Íslandsmóti og bikarkeppni.
10. Ályktunartillaga - Aldursflokkaskipting - Felld
11. Ályktunartillaga - Aldursflokkaskipting - Skipun starfshóps - Samþykkt
12. Ályktunartillaga - Skýrsla dómara - Ekki afgreidd
Frávísunartillaga vegna ályktunartillögu 12 - Dregin til baka
Tillaga um að stofna starfshóp um tillögu 12 - Samþykkt
13. Ályktunartillaga - Skýrsla eftirlitsmanns - Samþykkt
14. Ályktunartilaga - Gerðardómur - Samþykkt
15. Ályktunartillaga um Ferðasjóð ÍSÍ - Samþykkt
Ársþing KSÍ skorar á menntamálaráðherra að standa vörðu um ferðasjóð ÍSÍ og endurskoða þá ákvörðun að hækka ekki framlög til sjóðsins í samræmi við fyrri samþykktir.
16. Ályktun um Íþróttaslysasjóð - Samþykkt
Ársþing KSÍ mótmælir því harðlega að fjárframlög til Íþróttaslysasjóðs séu skert í stað þess að þau séu aukin í samræmi við fjölgun umsókna og íþróttafólk sé ekki tryggt í samræmi við áður samþykkta reglugerð um slysatryggingar íþróttafólks ef slys ber að höndum.
17. Ályktunartillaga um endurgreiðslu á tekjuskatti á þjálfaralaunum - Samþykkt
66. ársþing KSÍ hvetur Alþingi til að heimila endurgreiðslu á tekjuskatti af launum knattspyrnuþjálfara, til knattspyrnufélaga.