U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Dönum í mars
Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komið sér saman um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki í mars. Leikið verður hér á landi og fara leikirnir fram í Egilshöllinni, 18. og 20. mars næstkomandi.
Þessir leikir eru liður í undirbúningi þessara liða fyrir milliriðla EM en þar leikur Ísland í riðli með Englandi, Sviss og Belgíu en leikið verður í Belgíu dagna 13. - 18. apríl.