Ársreikningur KSÍ 2011 birtur
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2011. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2011 námu 766 milljónum króna samanborið við 723 milljónir króna á árinu 2010. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá UEFA. Rekstrarkostnaður KSÍ var í samræmi við áætlanir eða um 705 milljónir króna.
Rekstrarhagnaður ársins nam tæpri 61 milljón króna, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 56 milljóna króna hagnaði. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ um 92 milljónir króna.
Styrkir og framlög til aðildarfélaga á árinu námu um 83 milljónum króna vegna barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira. Samþykkt áætlun gerði ráð fyrir styrkjum að fjárhæð 69 milljónum króna. Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga nam hagnaður ársins því ríflega 9 milljónum króna.
Fjárhags – og eignastaða KSÍ er traust við áramót og lausafjárstaða góð. Handbært fé um 338 milljónir króna og eignir alls 813 milljónir króna. Eigið fé KSÍ var um 228 milljónir króna í árslok.
Ársskýrsla 2011
Hér að neðan má sjá ársskýrslu KSÍ fyrir starfsárið 2011
Fjárhagsáætlun 2012
Hér að neðan má sjá fjárhagsáætlun KSÍ fyrir starfsárið 2012