• mið. 01. feb. 2012
  • Lög og reglugerðir

Ólöglegur leikmaður hjá Fjölni í Reykjavíkurmótinu

Knattspyrnuráð Reykjavíkur
krr_merki

Í ljós hefur komið að Fjölnir tefldi fram ólöglega skipuðu liði í leikjum liðsins gegn Fylki og Þrótti í B riðli Reykjavíkumóts karla.  Leikirnir fóru fram 22. og 27. janúar og lék Júlíus Orri Óskarsson í þeim en hann var skráður í Björninn.

Í samræmi við leiðbeiningar mótanefndar KRR til félaga þá tapar Fjölnir leikjunum, 0 - 3.

"Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar Staðfesti skrifstofa KSÍ að leikmaður hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskuraðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út."