Lokaskiladagur leyfisgagna er á mánudag
FH, Stjarnan, KR, ÍBV, ÍR, Þór og Fram hafa skilað leyfisgögnum sínum í vikunni og þar með hafa 16 af þeim 24 félögum (Pepsi-deild karla og 1. deild karla) sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum. Skilafrestur er til mánudagsins 16. janúar.
Þau gögn sem skilað er nú snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum, þ.e. uppeldi ungra leikmanna og menntun þjálfara, mannvirkjum og aðstöðu áhorfenda, lagalegum þáttum og hæfni starfsfólks og stjórnun.
Úr reglugerð um aga- og úrskurðarmál þar sem fjallað er um leyfiskerfið.
14.2.2 Tímamörk ekki uppfyllt.
Ef leyfisumsækjandi uppfyllir ekki sett tímamörk um framlagningu leyfisgagna skal hann sæta viðurlögum. Við ákvörðun þeirra skal taka mið af því hve alvarlegt brotið er. Eftirfarandi
viðurlögum er hægt að beita:
- Viðvörun og sekt; við fyrsta brot skal beita dagsektum að upphæð kr. 2.500 fyrir hvern dag
sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr. 50.000.
- Áminning og sekt; við ítrekað brot skal beita dagsektum að upphæð kr. 5.000 fyrir hvern
dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr.100.000.
- Stigatap; við alvarlegt og ítrekað brot er jafnframt heimilt að draga allt að 3 stig frá félaginu
í deildarkeppninni.
Ítrekunarkvöð fellur niður ef tímamörk hafa verið uppfyllt í 3 ár samfleytt.