Lars Lagerbäck fundaði með þjálfurum
Tæplega 30 manna hópur mun vera við æfingar næstu þrjá daga en þessi hópur samanstendur af leikmönnum sem leika hér á landi og á Norðurlöndunum. Á laugardaginn verður svo leikinn æfingaleikur innan hópsins sem fram fer í Kórnum, kl. 15:15. Allir eru velkomnir á þann leik.
Fyrstu leikir Lars sem landsliðsþjálfara verða í febrúar, leikið verður við Japan 24. febrúar og við Svartfjallaland 29. febrúar. Báðir þessi leikir fara fram ytra.