• fös. 06. jan. 2012
  • Fræðsla

Þjálfaraferð með norska þjálfarafélaginu

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_logo_new
Knattspyrnuþjálfarafélaginu hefur tekist að fá nokkur sæti með norska þjálfarafélaginu í ferð til Englands.  Farið verður í febrúar en tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. janúar.  Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur tekist að fá 4-5 sæti í þessa ferð líkt og undanfarin ár. Ferðin stendur yfir frá 9.-13. febrúar 2012.
 

Norska knattspyrnuþjálfarafélagið endurtekur velheppnaða þjálfaraferð til Englands þar sem þemað er "Spiller og talentuvikling i engelsk fotball".

Á 3-4 ráðstefnudögum munu þjálfarar fá innsýn í hvernig félög eins og Manchester United, Blackburn Rovers, Everton og Bolton þróa unglingalið sín.
Ferðaáætlun: Íslenskir þjálfarar sjá sjálfir um að koma sér til/frá Manchester en þar tekur fulltrúi norska þjálfarafélagsins á móti þeim.
Hótel: The Britannia Hotel eða Mercure Manchester Piccadilly hótel í miðborg Manchester.
Aðaláherslur: Þemað er "SPILLER OG TALENTUTVIKLNG I ENGELSK FOTBALL" .
Knattspyrnuakademíur heimsóttar(Man. Utd, Blackburn, Everton eða Bolton) Ræða við reynda þjálfara Fylgjast með leikjum yngri akademíuliða Man Utd, Blackburn, Everton eða Bolton Þjálfun undir handleiðslu enskra leiðbeinanda Leikur í ensku úrvalsdeildinni: Everton - Chelsea, Bolton - Wigan, Blackburn - QPR.
Ekki er hægt að útvega miða á Man U. - Liverpool en þjálfurum stendur til boða að útvega sér sjálfum miða á leikinn.
Endanleg dagskrá verður tilbúin um miðjan janúar 2012.
Verð: fimmtudagur - sunnudagur (3 nætur) NOK 4750 eða Evra 615 á mann í tvíbýli (ISK 98.000.-) (Evra 100 aukalega fyrir einstaklingsherbergi fyrir 3 nætur, evra 125 fyrir 4 nætur)
fimmtudagur - mánudagur (4 nætur) NOK 5500 eða Evra 715 á mann í tvíbýli (ISK 114.000.-) (Evra 100 aukalega fyrir einstaklingsherbergi í 3 nætur, evra 125 fyrir 4 nætur)
Fararstjóri frá norska þjálfarafélaginu
Þáttaka tilkynnist fyrir 15. jánúar til Teddy Moen á : tedmoen@online.no