Algarve 2012 - Fyrsti leikur gegn Þýskalandi
Íslenska kvennalandsliðið tekur að venju þátt í hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári og hefst mótið 29. febrúar. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrsti leikur er gegn Þjóðverjum.
Svíar verða mótherjarnir 2. mars og Kínverjar 5. mars en leikið verður um sæti 7. mars. Ísland leikur í A riðli en í B riðli leika Bandaríkin, Japan, Noregur og Danmörk.
Íslenska liðið náði sínum besta árangri frá upphafi á þessu móti, fyrr á þessu ári. Þá lék liðið til úrslita við Bandaríkin eftir að hafa unnið sinn riðil með fullu húsi. Bandaríkin höfðu þá betur, 4 - 2.