Fjölmiðlar á fræðslufundi
Í síðustu viku bauð KSÍ fulltrúum fjölmiðla til fræðslufundar í síðustu viku um aga- og úrskurðarmál annars vegar og hins vegar um dómaramál. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.
Bæði viðfangsefnin eru þess eðlis að reglulega er fjallað um málefni þeim tengd í fjölmiðlum, s.s. úrskurði og vinnureglur aga- og úrskurðarnefndar, lengd leikbanna, úrræði félaga , kæruferli, o.fl., sem og niðurröðun dómara, flokkun þeirra og val til starfa á vegum KSÍ, o.fl. áhugavert.
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri flutti framsögu, Magnús Már Jónsson dómarastjóri fór yfir dómaramálin og Klara Bjartmarz skrifstofustjóri fór yfir aga- og úrskuraðmálin.
Tiltölulega fáir fjölmiðlamenn mættu á fundinn og var það miður, því fundarmenn tóku virkan þátt og spurðu spurninga, ræddu málin og skiptust á skoðunum sín á milli og við fulltrúa KSÍ. Mættir voru fjölmiðlamenn frá Fótbolta.net, Sport.is og Fréttablaðinu / Vísi.is.
Þeir fulltrúar fjölmiðla sem mættu voru afar ánægðir og hvöttu KSÍ til að halda fleiri fræðslufundi sem þennan, um sama mál eða önnur áhugaverð, enda væri af nógu að taka.
Umfjöllun um aga- og úrskurðarmál