• fim. 24. nóv. 2011
  • Leyfiskerfi

Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Skrifstofu KSÍ berast reglulega spurningar um hin ýmsu leyfi sem gefin eru út.  Leyfin eru sem sagt þrenns konar:  Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi.  Og um hvað snúast þessi leyfi þá, er þetta allt um sama hlutinn, er þetta allt í leyfiskerfinu? 

  • Keppnisleyfi eru gefin út til handa leikmönnum og gera þeim kleift að taka þátt í mótsleikjum með tilteknu félagi.  Keppnisleyfi eru gefin út af mótadeild.
  • Vallarleyfi eru gefin út til handa keppnisvöllum félaga og gera félögunum kleift að leika á viðkomandi velli í ákveðnum mótum. Vallarleyfi eru gefin út af mannvirkjanefnd.
  • Þátttökuleyfi eru gefin út af leyfisstjórn til handa félögum sem hyggjast leika í efstu tveimur deildum karla og þurfa að uppfylla kröfur leyfiskerfisins til þess.

Þannig að .... 

Keppnisleyfi leikmanna og vallarleyfi keppnisvalla eru ekki á höndum leyfisstjórnar.  Einu leyfin sem falla undir leyfiskerfið eru þátttökuleyfi félaga.