• þri. 15. nóv. 2011
  • Fræðsla

Þjálfaraskóli KSÍ á fullt skrið

IMG_4771
IMG_4771
Þjálfaraskóli KSÍ er kominn á fullt skrið en í síðustu viku kláruðu fyrstu þjálfararnir skólann. Það voru markahrókarnir Garðar Gunnlaugsson og Garðar Jóhannsson sem fengu heimsóknir og leiðsagnir frá leiðbeinendum á vegum Knattspyrnusambands Íslands.  Báðir stýrðu þeir æfingum hjá 5. flokki karla, Garðar Gunnlaugsson hjá ÍA og Garðar Jóhannsson hjá Stjörnunni. Meðfylgjandi er mynd af Garðari Jóhannssyni og Arnari Bill Gunnarssyni, sem var leiðbeinandi Garðars í þessu verkefni.
 
Þjálfaraskóli KSÍ stendur öllum til boða en markmiðið með Þjálfaraskóla KSÍ er að veita þjálfurum tækifæri til að fá reynslumikinn leiðbeinanda sem veitir viðkomandi þjálfara einstaklingskennslu.  Með þessu deilist verðmæt þekking sem styrkir starf og hæfni þjálfarans.  Þjálfaraskóli KSÍ snýst þannig um að hæfur og reynslumikill þjálfari (leiðbeinandi) nýti reynslu sína og færni í að hjálpa öðrum þjálfara að verða betri í sínu starfi með því að gefa af sér og deila þekkingu sinni og reynslu.  Einstaklingskennsla er frábær leið til að læra.
 
Frekari upplýsingar um Þjálfaraskóla KSÍ má finna hér að neðan.