• þri. 15. nóv. 2011
  • Leyfiskerfi

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2012

Keflavík
230

Eins og kynnt var í frétt hér á síðunni í fyrri frétt hófst leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2012 einmitt í dag, 15. nóvember.  Keflvíkingar biðu ekki boðanna og skiluðu sínum leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum, og eru þar með fyrstir til að skila í leyfisferlinu í ár. 

Raunar er síðasti skiladagur þessara gagna, þ.e. allra annarra en fjárhagslegra, ekki fyrr en 15. janúar, þannig að nógur tími er til stefnu.  Keflvíkingar hafa reyndar vanið sig á að vera snemma í því og hafa skilað fyrir áramót í 6 af síðustu 7 leyfisferlum.

Þau félög sem hafa verið hvað lengst í leyfiskerfinu hafa tamið sér gott skipulag við undirbúning leyfisumsókna og stöðugt algengara er að gögnum sé skilað vel fyrir lokadagsetningu, þannig að von er á gögnum frá fleiri félögum á næstu dögum og vikum.

Leyfisstjóri móttekur gögnin, tekur afrit og skilar strax aftur til leyfisumsækjandans.  Síðan fer leyfisstjóri yfir gögnin, gerir athugasemdir þar sem við á og vinnur með viðkomandi félagi að úrbótum.