Fimm marka tap gegn Englendingum
U21 landslið karla tapaði með fimm marka mun fyrir jafnöldrum sínum frá Englandi, en leikið var á Weston Homes vellinum í Colchester í kvöld. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, en heldur stór, enda komu 3 síðustu mörk heimamanna á síðustu 5 mínútum leiksins.
Englendingar voru betri í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi, en leiddu þó með eina marki leiksins, sem kom á 40 mínútu, laglegt skot eftir vel útfærða sókn. Annað markið kom á 58. mínútu, eftir mistök í íslensku vörninni. Þeir ensku sóttu mun meira í seinni hálfleik, eins og í þeim fyrri, án þess þó að bæta við mörkum, allt þar til á lokamínútunum, eins og greint er frá hér að ofan.
Ísland er nú með 3 stig eftir fjóra leiki í riðlinum. Englendingar eru efstir með fullt hús stiga, Norðmenn næstir með 7 stig og Belgar með 5, en Noregur og Belgía gerðu einmitt 2-2 jafntefli í kvöld. Belgar og Englendignar mætast á mánudag, og svo eru næstu leikir riðilsins í febrúar, en þá fara okkar strákar til Aserbaídsjan.