• mán. 07. nóv. 2011
  • Fræðsla

8. nóvember - Opinber baráttudagur gegn einelti

isi_merki
isi_merki

Þann 8. nóvember næstkomandi verður opinber baráttudagur gegn einelti.  Þrjú ráðuneyti (Velferðarráðuneytið, Fjármálaráðuneytið og Mennta- og Menningarmálaráðuneytið) ásamt mörgum félagasamtökum koma að deginum.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er eitt af þeim og í tilefni dagsins er boðið til fræðsluerindis.  Fundarstaður er á 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsal E.

Allir velkomnir.

Fyrir þá sem komast ekki þá bendum við á að hægt verður að fylgjast með í beinni á netinu með því að smella hér.

Sláið inn 101863 í "session number" þegar þið eruð beðinn um það.

Dagskrá:

Kl.10:00 Fulltrúi ÍSÍ bíður fólk velkomið og segir stuttlega frá viðbragðsætlun ÍSÍ

Kl.10:10 ÍBR, félögin og framtíðin

Kl.10:20 Einelti forvarnir og greining, Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur

Kl.11:00 HK - að skapa jákvæða menningu innan íþróttafélags

Kl.11:20 Spurningar og umræður

Kl. 11:45 Dagskrárlok

Í tengslum við daginn 8. nóvember verður opnuð heimasíða: www.gegneinelti.is