• mið. 02. nóv. 2011
  • Leyfiskerfi

Ný leyfisreglugerð samþykkt

Leyfisreglugerð KSÍ - Útgáfa 2.1
leyfisreglugerd-2k1-forsida

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. október síðastliðinn nýja reglugerð fyrir leyfiskerfi KSÍ, útgáfa 2.1, og tekur hún gildi frá og með leyfisferlinu sem hefst formlega þann 15. nóvember næstkomandi, þ.e. í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2012.

Leyfisreglugerð KSÍ er byggð á viðmiðunarreglum og kröfum leyfiskerfis UEFA og miðar að því að hjálpa félögunum að uppfylla þær kröfur, sem með samþykkt leyfiskerfisins eru skilyrði fyrir þátttöku í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla og í framhaldi af því í Evrópukeppnum UEFA fyrir félagslið.