Þjálfun eftir leikstöðum - Dick Bate og John Peacock
Helgina 4.-6. nóvember heldur KSÍ endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A/UEFA A gráðu þjálfa. Námskeiðið ber yfirskriftina "Þjálfun eftir leikstöðum" og er kennsla alfarið í höndum þeirra Dick Bate og John Peacock. Þeir starfa báðir hjá enska knattspyrnusambandinu, Dick Bate sem Elite Coaching Manager og John Peacock sem Head of Coaching, þjálfari U17 ára landsliðs Englands og yfirmaður UEFA Pro Licence námskeiðsins í Englandi.
Námskeiðið hefst á föstudeginum 4. nóvember þar sem farið verður í þjálfun varnarmanna, á laugardeginum verður farið í þjálfun miðjumanna og sunnudagurinn er helgaður þjálfun sóknarmanna. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum með KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu eða meiri knattspyrnuþjálfaramenntun og telur sem endurmenntun á KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu.
Námskeiðsgjaldið er 10.000 kr.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hve mörg pláss verða á þessu námskeiði en opið er fyrir skráningu. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og einnig er hægt að skrá sig með því að hringja í síma 510-2977.
ATH! Skráning á námskeiðið er bindandi og krafist er 100% mætingarskyldu í alla tíma.