• mán. 31. okt. 2011
  • Dómaramál

Kristinn dæmir í Rúmeníu

Kristinn Jakobsson
Kristinn_Jakobsson_2008

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni næstkomandi fimmtudag, 3. nóvember, þegar hann dæmir leik Vaslui frá Rúmeníu og Sporting frá Portúgal.  Leikurinn er í D riðli Evrópudeildar UEFA og fer fram í Rúmeníu.

Aðstoðardómarar Kristins eru þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari er Erlendur Eiríksson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Þá eru þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson að störfum í Lúxemborg þessa dagana en þar fer fram riðill í undankeppni EM U17 karla.  Þorvaldur er einn af dómurum riðilsins og Birkir er aðstoðardómari.  Auk heimamanna leika í riðlinum Norður Írar, Frakkar og Færeyingar.