U19 karla - Leikið við Noreg í dag
Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Kýpur. Ísland mætir Noregi í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Ísland verður að vinna þennan leik til þess að eiga möguleika á sæti í milliriðlum en önnur úrslit þýða að Ísland situr eftir.
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og er það þannig skipað:
Markvörður: Bergsteinn Magnússon
Hægri bakvörður: Ómar Friðriksson
Vinstri bakvörður: Ívar Örn Jónsson
Miðverðir: Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon, fyrirliði
Tengiliðir: Arnór Ingvi Traustason, Orri Sigurður Ómarsson og Emil Pálsson
Hægri kantur: Tómas Garðarsson
Vinstri kantur: Hólmbert Aron Friðjónsson
Framherji: Bjarni Gunnarsson
Ísland hefur eitt stig í riðlinum eftir tap gegn Lettum og jafntefli gegn Kýpur. Norðmenn eru efstir með fjögur stig og tryggja sig áfram með jafntefli en tvö efstu liðin komast í milliriðla.
Hægt er að fylgjast með leiknum með textalýsingu á heimasíðu UEFA.