• mið. 26. okt. 2011
  • Landslið

Sannfærandi sigur í Belfast

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu
Iceland-womens

Kvennalandsliðið lék sinn síðasta leik á árinu þegar liðið mætti Norður Írum í kvöld.  Leikið var í Belfast og var leikurinn í undankeppni EM.  Lokatölur urðu  0 -2 eftir að Íslendingar höfðu skorað bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.

Heimastúlkur byrjuðu leikinn ágætlega en íslenska liðið vann sig smám saman inn í leikinn og skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla seint í hálfleiknum.  Fyrst skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir á 39. mínútu eftir skot Ólínu Viðarsdóttur.  Dagný Brynjarsdóttir bætti við öðru marki á 41. mínútu þegar hún skallað sendingu Hallberu Gísladóttur laglega í netið.

Íslenska liðið byrjaði svo seinni hálfleikinn af krafti og sótti töluvert að marki heimastúlkna en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og stelpurnar fögnuðu sanngjörnum sigri.

Íslenska liðið er  í efsta sæti riðilsins með 13 stig eftir fimm leiki.  Fjórir sigrar ásamt jafntefli gegn Belgíu er árangurinn í undakeppninni til þessa en framundan er mikil barátta um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013.

Í hinum leik kvöldsins í riðlinum áttust við Belgar og Norðmenn.  Leiknumlyktaði með sigri Norðmanna, 0 – 1.  Norðmenn eru því með sex stig eftir þrjá leiki og skipa annað sæti riðilsins.

Staðan í riðlinum