• þri. 25. okt. 2011
  • Landslið

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Norður Írum

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013-small

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum á morgun, miðvikudag, í undankeppni EM.  Leikið verður á Oval vellinum í Belfast og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Mikið hefur rignt í Belfast síðustu daga og því gat liðið ekki æft á keppnisvellinum eins og venja er.

Einn annar leikur fer einnig fram í riðlinum á morgun en þá taka Belgar á móti Norðmönnum.  Sá leikur hefst hálftíma fyrr, eða kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Búlgarir og Ungverjar mætast svo á fimmtudag.  Minnt er á að hægt er að fylgjast með gangi leikjanna með textalýsingu á heimasíðu UEFA.