• mán. 24. okt. 2011
  • Dómaramál

Guðrún Fema dæmir í Noregi

Guðrún Fema Ólafsdóttir
2010-Gudrun-Fema

Guðrún Fema Ólafsdóttir verður með flautuna á morgun, þriðjudaginn 25. október, þegar hún dæmir leik Noregs og Svíþjóðar en þarna leika U23 kvennalið þjóðanna.  Þessi vináttulandsleikur fer fram í Bergen í Noregi en aðrir dómarar leiksins verða norskir.

Þá munu þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson vera að störfum í Lúxemborg en þar verður leikinn riðill í undankeppni EM U17 karla.  Þorvaldur mun dæma leiki þar og Birkir verður aðstoðardómari.  Auk heimamanna leika þar Norður Írar, Frakkar og Færeyingar.  Riðillinn verður leikinn 28. október til 2. nóvembers