U19 karla - Tap gegn Lettum í fyrsta leik
Lettar lögðu Íslendinga í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Kýpur. Lokatölur urðu 2 - 0 Lettum í vil og komu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum. Íslenska liðið var heldur sterkari aðilinn í leiknum en Lettar sáu um að skora mörkin.
Fyrra mark Letta kom úr vítaspyrnu á 14. mínútu en síðara markið kom á 61. mínútu. Íslendingar brenndu af vítaspyrnu á 90. mínútu og Letta fögnuðu sigri.
Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn þegar leikið verður gegn heimamönnum í Kýpur. Þeir léku gegn Noregi í dag og lauk leiknum með jafntefli, 3 - 3.