• fös. 21. okt. 2011
  • Landslið

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013-small

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Ungverjum í undankeppni EM.  Leikið er í Pápa í Ungverjalandi og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. 

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir

Tengiliðir: Málfríður Erna Sigurðardóttir, Laufey Ólafsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 7 stig eftir sigur leiki gegn Búlgaríu og Noregi ásamt jafntefli gegn Belgíu.  Allir leikirnir hafa verið á heimavelli hingað til og er því leikurinn gegn Ungverjum sá fyrsti á útivelli í keppninni til þessa.

Minnt er á að hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.