• mán. 17. okt. 2011
  • Landslið

U17 karla - Strákarnir áfram eftir sigur á Ísrael

Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011
2011-U17-karla-gegn-Grikklandi-EM-i-oktober

Strákarnir í U17 unnu gríðarlega sætan sigur á jafnöldrum sínum frá Ísrael í dag en leikurinn var í lokaumferð undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Stefán Þór Pálsson sigurmarkið þegar þrjár mínútur lifðu eftir af venjulegum leiktíma.  Strákarnir tryggðu sér því sigur í riðlinum og komast áfram í milliriðla ásamt Sviss sem gerði markalaust jafntefli í dag gegn Grikkjum.

Það var mikil spenna fyrir lokaleikina í riðlinum þar sem allar þjóðirnar voru jafnar að stigum með þrjú stig.  Markatala Íslendinga var óhagstæðust og því ljóst að jafntefli dugði ekki, en með sigri á Ísrael var sæti í milliriðlum klárt.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn allan leikinn en gekk illa að brjóta aftur varnarmúr heimamanna sem vörðust af kappi.  Heimamenn misstu mann af leikvelli á 48. mínútu með rautt spjald en börðust af krafti þar sem jafntefli hefði geta dugað þeim með hagstæðum úrslitum úr hinum leik riðilsins.

Það var svo á 77. mínútu leiksins, þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma, að Stefán Þór Pálsson komst einn inn fyrir vörn Ísraels, setti boltann yfir markvörð þeirra og í netið.  Lokamínúturnar voru spennuþrungnar og fögnuður strákanna mikill í leikslok.

Riðill Íslands

Keppnin á uefa.com