• fös. 14. okt. 2011
  • Landslið

U17 karla - Góður sigur á Grikkjum

2011-U17-karla-gegn-Sviss
2011-U17-karla-gegn-Sviss

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á Grikkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 1 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Páll Olgeir Þorsteinsson skoraði mark Íslendinga á 48. mínútu og tryggði dýrmæta sigur.

Í hinum leik riðilsins höfðu heimamenn betur gegn Sviss, 3 - 2.  Þetta þýðir að allar þjóðirnar eru jafnar að stigum með þrjú stig og því mikil spenna fyrir lokaumferðina sem fer fram á mánudaginn.  Þá leika Íslendingar gegn Ísrael en Grikkir mæta Svisslendingum. 

Tvær efstu þjóðirnar komast í milliriðla og því margir möguleikar í stöðunni.  Ljóst er hinsvegar að Íslendingar verða að vinna Ísrael á mánudaginn til að eiga möguleika á að komast áfram.

Staðan í riðlinum