• fös. 14. okt. 2011
  • Landslið

Lars Lagerbäck ráðinn þjálfari A landsliðs karla

Lars-Lagerback
Lars-Lagerback

Svíinn Lars Lagerbäck var í dag kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari A landsliðs karla.  Einnig var Heimir Hallgrímsson kynntur sem aðstoðarmaður hans.  Samningur þeirra er til ársloka 2013 en Lars tekur til starfa 1. janúar 2012.

Hinn 63 ára Lars Lagerbäck hefur mikla reynslu sem landsliðsþjálfari en hann var landsliðsþjálfari Svía frá árinu 2000 til 2009, fyrst ásamt Tommy Söderberg en frá árinu 2004 var hann einn landsliðsþjálfari. 

Undir hans stjórn komust Svíar í úrslitakeppni stórmóta, úrslit EM 2000, 2004 og 2008 og úrslitakeppni HM 2002 og 2006.  Hann stjórnaði svo landsliði Nígeríu í úrslitakeppni HM árið 2010.

Heimir Hallgrímsson verður Lars innan handar en hann hefur þjálfað lið ÍBV undanfarin ár með góðum árangri.  Heimir er einn þeirra Íslendinga sem hafa UEFA Pro þjálfaragráðu en hana fékk Heimir nú í sumar.

Þá er mjög ánægjulegt að fá þessa hæfu þjálfara til starfa og væntir Knattspyrnusambandið mikils af samstarfinu við þá.

Myndir frá KSÍ myndum