• mið. 12. okt. 2011
  • Landslið

U17 kvenna - Stelpurnar áfram í milliriðla

Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011
2011-U17-kvenna-Byrjunarlid-gegn-Kasakstan-9.-oktober

Stelpurnar í U17 gerðu í dag jafntefli gegn Skotum í undankeppni EM.  Leikið var í Austurríki og lyktaði leiknum með því að hvor þjóð gerði tvö mörk.  Íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Þessi úrslit þýða að Ísland varð í efsta sæti riðilsins, með 7 stig, og tryggðu sér með því sæti í milliriðlum keppninnar.

Hanna Kristín Hannesdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og eftir 20 mínútna leik bætti Berglind Rós Ágústsdóttir við öðru marki.  Á síðustu 10 mínútum leiksins gerðu Skotar hinsvegar tvö mörk og jöfnuðu þar með metin.

Íslenska liðið tryggði sér hinsvegar efsta sætið og þar með sæti í milliriðlum.  Þær fjórar þjóðir sem bestan árangur hafa í öðru sæti, úr riðlunum 10, komast einnig áfram en ólíklegt er að Skotar verði ein þeirra þjóða.  Í hinum leik riðilsins burstuðu heimastúlkur lið Kasakstan með ellefu mörkum gegn engu.

Glæsilegur árangur hjá okkar stúlkum og verður spennandi að fylgjast með þeim á næsta stigi mótsins.