U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum
Stelpurnar í U17 leika lokaleik sinn í dag í undankeppni EM en leikið er í Austurríki. Mótherjarnir eru Skotar og berjast þessar þjóðir um efsta sætið í riðlinum sem gefur sæti í milliriðlum. Jafntefli dugi Íslandi sem hefur sex stig en Skotland er með fjögur stig. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með textalýsingu á heimasíðu UEFA.
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leikinn og er það þannig skipað:
Markvörður: Lísbet Sigurðardóttir
Hægri bakvörður: Sandra María Jessen
Vinstri bakvörður: Berglind Rós Ágústsdóttir
Miðverðir: Ingunn Haraldsdóttir og Guðrún Arnardóttir
Tengiliðir: Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði,Rakel Ýr Einarsdóttirog Lára Einarsdóttir
Kantmenn: Telma Þrastardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir
Framherji: Hanna Hannesdóttir