• mið. 12. okt. 2011
  • Landslið

U17 karla - Tap í fyrsta leik

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Mótherjarnir í Sviss reyndust sterkari í dag og höfðu sigur, 5 - 1, eftir að staðan hafði verið 3 - 1 í leikhléi.  Emil Ásmundsson skoraði mark Íslendinga á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Í hinum leik riðilsins lögðu Grikkir heimamenn í Ísrael, 4 - 1.  Íslendingar mæta Grikkjum á föstudaginn kl. 10:00 og þurfa góð úrslit til að eygja von um að tryggja sig áfram í milliriðla en tvö efstu liðin komast áfram upp úr riðlinum. 

Keppnin á uefa.com