U17 karla - Byrjunarliðið tilbúið fyrir leikinn gegn Sviss
Strákarnir í U17 hefja leik í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 12. október, þegar þeir mæta Sviss. Riðillinn er leikinn í Ísrael en leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma. Riðillinn er sterkur en ásamt þessum þjóðum skipa Ísrael og Grikkland riðilinn.
Tvær efstu þjóðir hvors riðils komast áfram í milliriðla ásamt þeim tveimur þjóðum er bestan árangur hafa í þriðja sæti riðlanna þrettán. Hægt er að fylgjast með leikjunum í textalýsingu sem finna má á heimasíðu UEFA.
Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þanngi skipað:
Markvörður: Fannar Hafsteinsson
Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarson
Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason
Miðverðir: Aron Rúnarsson Heiðdal og Hjörtur Hermannsson, fyrirliði
Tengliðir: Orri Sigurður Ómarsson, Emil Ásmundsson og Kristján Flóki Finnbogason
Hægri kantur: Daði Bergsson
Vinstri kantur: Páll Olgeir Þorsteinsson
Framherji: Stefán Þór Pálsson