• þri. 11. okt. 2011
  • Leyfiskerfi

Ein minniháttar athugasemd

Gæðastimpill SGS
SGSapproval_UEFA_ENG_horiz_RGB

Í ágúst síðastliðnum framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). 

Fulltrúi SGS skoðaði vel alla uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ, verkferla, vinnulag og fleira sem snýr að stjórnun leyfiskerfisins.  Þessi úttekt SGS er árviss viðburður. 

Í skýrslu um úttektina kom fram ein minniháttar athugasemd, og er það vel innan marka.  Athugasemdir geta verið meiriháttar (major) eða minniháttar (minor).  Meiriháttar ábending leiðir til viðurlaga fyrir viðkomandi knattspyrnusamband, en minniháttar athugasemd er einungis ábending um eitthvða sem betur mætti fara.

Gæðavottorð leyfiskerfis KSÍ var því staðfest og er næsta úttekt árið 2012.