• sun. 09. okt. 2011
  • Landslið

U17 kvenna - Sigur gegn Kasakstan í öðrum leiknum

UEFA EM U17 kvenna
WU17_Landscape_Master_White_cmyk-01

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Kasakstan í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM.  Riðill Íslands er leikinn í Austurríki en íslensku stelpurnar skoruðu tvö mörk án þess að Kasakstan hafi komist á blað.  Þetta er annar sigur íslensku stelpnann í riðlinum en þær lögðu heimastúlkur í fyrsta leik 2 - 1.

Íslenska liðið réði ferðinni í þessum leik og sótti án afláts.  Fyrsta mark leiksins skoraði Glódís Perla Viggósdóttir á 19. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks.  Glódís var aftur á ferðinni eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik.  Það var svo Eva Lind Elíasdóttir sem skoraði lokamark leiksins á lokamínútunni og öruggur sigur Íslands í höfn.

Lokaleikur liðsins verður næstkomandi miðvikudag en þá verða Skotar mótherjarnir.  Búast má við hörkuleik þar en Skotar lögðu Kasaka af velli með sömu markatölu, 3 - 0.  Skotar leika svo við Austurríki síðar í dag.