• fim. 06. okt. 2011
  • Landslið

U21 karla - Ísland tekur á móti Englandi í kvöld

Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011
2011-U21-karla-Byrjunarlidid-gegn-Belgiu

Strákarnir í U21 karla mæta Englendingum í kvöld í undankeppni EM U21 karla og verður leikið á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 16:00.  Miðasala er einnig í gangi á www.midi.is.

Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Einnig er frítt inn fyrir aldraða og öryrkja gegn framvísun viðeigandi skírteina.  Frjálst sætaval er á leiknum en völlurinn opnar klukkustund fyrir leik, kl. 17:45.

Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins til þessa í undankeppninni og hafa þeir allir verið á heimavelli.  Belgar voru lagðir í fyrsta leiknum en strákarnir töpuðu svo gegn Norðmönnum.  Það er því ljóst að allt verður lagt í sölurnar gegn þessu sterka enska liði sem hefur leikið einn leik til þessa í keppninni.  Þá lögðu Englendingar lið Aserbaídsjan örugglega, 6 - 0.

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að mæta á Laugardalsvöllinn og hvetja íslensku strákana til sigurs.

Áfram Ísland!