U21 karla - Enski hópurinn er mætir Íslendingum
Englendingar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli í EM U21 karla. Leikurinn verður fimmtudaginn 6. október og hefst kl. 18:45. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn en England mætir fyrst Íslendingum áður en þeir halda til Noregs þar sem þeir mæta heimamönnum, 11. október.
Það eru mörg þekkt nöfn í enska hópnum enda margir leikmenn sem leika stór hlutverk hjá félögum sínum í hinni vinsælu Premier League í Englandi sem og hinni sterku Championshipdeild.
Miðasala á leikinn er þegar hafin og fer fram á www.midi.is. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri, en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.