• fim. 29. sep. 2011
  • Landslið

A landslið karla - Hópurinn gegn Portúgal valinn

EURO 2012
euro-2010-logo-black-75p

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október kl. 20:00.  Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en Ísland hefur hlotið 4 stig í undankeppninni. 

Þetta er fjórða viðureign þjóðanna í A landsliðum karla og hafa Portúgalir haft sigur í öllum þremur leikjunum til þessa, síðast hér á Laugardalsvelli í október á síðasta ári. 

Portúgalir eru í harðri baráttu um efsta sæti riðilsins sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2012 sem fram fer í Úkraínu og Póllandi.

Portúgal, Danmörk og Noregur eru öll með 13 stig, Noregur eftir sjö leiki en Portúgal og Danmörk eftir sex leiki.

Hópurinn

Staðan í riðlinum