U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - England
Það er sannkallaður stórleikur framundan hjá strákunum í U21 en þeir taka á móti Englendingum á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október kl. 18:45. Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla.
Fjórar þjóðir hafa þrjú stig í riðlinum, England og Noregur eftir einn leik en Ísland og Belgía eftir tvo leiki. Aserbaídsjan er enn án stiga.
Búast má við að þjálfari Englendinga, Stuart Pearce, mæti til leiks með gríðarlega öflugan hóp enda margir leikmanna enska U21 að leika stór hlutverk með sínum félagsliðum í Englandi.
Þessar þjóðir voru báðar í úrslitakeppni U21 karlaí Danmörku fyrr á þessu áir og léku vináttulandsleik í Preston fyrir keppnina. Þar höfðu Íslendingar betur, 2 - 1.
Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri, en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.