• fim. 22. sep. 2011
  • Landslið

U19 kvenna - Ísland mætir Wales í dag

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum
2011-Byrjunarlid-gegn-Sloveniu-17.-september

Stelpurnar í U19 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þegar þær mæta stöllum sínum frá Wales.  Leikið verður á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Báðar þessar þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum, eru með 6 stig eftir tvo leiki, en berjast nú um toppsæti riðilsins.  Wales dugar jafntefli þannig að íslenska liðið þarf sigur í þessum leik.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag og er það þannig skipað.

Markvörður: Þórdís María Aikman

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir

Tengiliðir: Fjolla Shala, fyrirliði, Lára Kristín Pedersen og Hildur Antonsdóttir

Hægri kantur: Guðmunda Brynja Óladóttir

Vinstri kantur: Katrín Gylfadóttir

Framherji: Aldís Kara Lúðvíksdóttir

Hinn leikur riðilsins fer fram á Varmárvelli í dag kl. 16:00 en þar mætast Slóvenia og Kasakstan.