• mið. 21. sep. 2011
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 17 sæti

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 107. sæti og fer upp um 17 sæti frá síðasta lista.  Spánverjar endurheimta toppsætið af Hollendingum sem höfðu stutta viðkomu í efsta sætinu.

Næstu mótherjar Íslands, Portúgal, eru í 5. sæti listans en Ísland leikur síðasta leik sinn í undankeppni EM 7. október, við Portúgal ytra.

Af andstæðingum Íslands í undankeppni HM er það að frétta af listanum að Sviss er í 18. sæti, Noregur er í 23. sæti og Slóvenía í 33. sæti.  Albanía er í 71. sæti og Kýpur í 86. sæti listans.